Rod Thorn, forseti New Jersey Nets, tilkynnti í gær að körfuboltakappinn Vince Carter hafi nýtt sér ákvæði í samning sínum og sé búinn að leysa sig undan samningi við liðið.

„Við gerðum fastlega ráð fyrir því að Carter myndi nýta sér ákvæðið. Við höfum gefið það út opinberlega að við viljum fá hann aftur og vinnum nú að því," sagði Thorn. Carter, sem hefur átta sinnum verið valinn í stjörnuliðið, bætti félagsmet í stigaskorun á síðasta tímabili með því að skora 2070 stig í 82 leikjum.

Carter var í 8. sæti yfir stigahæstu menn deildarinnar síðasta tímabil með 25,2 stig að meðaltali í leik. Auk þess tók hann að meðaltali 6 fráköst í leik og 4,8 stoðsendingar.