Í grein í Fréttablaðinu í dag sem heitir „Misheppnaðar endurkomur“ er talað um Magic Johnson. Þar er m.a. sagt:

„Fjögurra ára sófaseta sagði hins vegar til sín því Magic var alltof þungur og gjarn á að meiðast. Hann lék aðeins 32 (af um 80) leiki á öllu tímabilinu og skoraði að meðaltali 14,6 stig samanborið við um 20 áður.“

Þeir hafa greinilega ekki kynnt sér málið vel því að eins og flestir sem fylgjast e-ð með NBA vita þá byrjaði Magic aftur á miðju tímabilinu (30. janúar) og spilaði alla leiki sem hann gat. Hann skoraði 15,3 stig, tók 8,5 fráköst og gaf 6,5 stoðsendingar. Mér finnst það nú bara nokkuð gott miðað það að voru fimm ár síðan hann spilaði seinast, þar að auki var hann að spila sem PF en ekki PG því að Nick Van Exel var í því hlutverki.<br><br>jogi - smarter than the average bea
jogi - smarter than the average bear