Staðan í dag er eins og við mátti búast.

Spurs-Utha 3-1
Spurs eru komnir með góða yfirhönd í þessu einvígi og hefur Duncan,Ginobili og Parker verið að spila vel. Á meðan hefur Deron Williams, Boozer og Andrei Kirilenko verið góðir fyrir utha. Reynslan er samt að skila spurs áfram, því þeir virðast alltaf halda sínu striku á meðan Utha annað hvort spilar stór vel eða lélega.Detroit-Cleveland 2-1
Þetta virðist vera hörkueinvígi en þó virðist Detroit hafa yfirhöndina. Þeir virka mjög sterkir en Cleveland vann síðasta leik þegar Billups og Hamilton áttu skelfilegan leik á meða að James átti stórleik fyrir Cleveland. Ég á von á að Detroit vinni leikinn í nótt og klára þetta svo heima, ekki hjálpar það Cleveland að Hughes verður líklega ekki meira með.

Þetta verður því líklega Spurs vs Detroit í úrslitum og verð ég að segja að það verða sko hörkuleikir.
Vertu þú sjálfur og gerðu það sem þú villt