Þett er hætt að vera fyndið. Nú er Kobe bara kominn í hóp með Wilt Champerlain í þessum efnum og er kominn framúr Jordan og Baylor. Kobe skoraði aftur 50 stig í nótt og hefur þá skorað 65-50-60-50 í síðustu fjórum leikjunum og það sem er merkilegra er að Lakers hefur unnið alla þessa leik eftir slakt gengi að undanförnu.
Sagt var að Phil Jackson hafi sagt við Kobe að fyrst á tímabilinu ætti hann að finna liðsfélagana meira en svo í restina átti hann að fara að koma sjálfum sér í gang fyrir úrslittakeppnina og mér sínist hann vera kominn í gang.
Fyrir Portland leikinn(65 stig) sagði Phil við Kobe að hann ætti að byrja strax að skora en ekki eins og vanalega að finna liðsfélagana í byrjun og hann hefur ekki stopað síðan.
Wilt skoraði 50+ í fimm leikjum í röð árið 1962 og áttu fáir von að einhver myndi ná að ógna því í framtíðini í nútímakörfubolta.
Kobe verður líklega ekki valinn MVP en í mínum huga þá er hann í klassa fyrir ofan alla aðra í deildini.
Vertu þú sjálfur og gerðu það sem þú villt