Ég og vinur minn ætluðum að horfa á All-Star Weekend. 'tluðum að vaka alla nótt og horfa.
Það stóð á www.nba.com að leikurinn væri sýndur á NBA TV og við stilltum á NBA TV. Við vissum að það mundi byrja seint um nóttina þannig að við kveiktum á tövlunni og vorum með NBA TV í gangi fyrir aftan okkur.
Þegar klukkan var farin að ganga 02:00 um nótt ákvöðum við bara að horfa 100% á NBA TV í staðinn fyrir að kíkja á 10 mín fresti. Við héldum að þetta væri að fara byrja en það var bara verið að endurtaka einhver viðtöl við þjálfara og örfáa leikmenn. Klukkan var orðinn 04:00 og en ekkert byrjað, bara endalausar auglýsingar, svo klukkan 04:30 var allt í einu sýnt stöðurnar úr Slam Dunk keppninni og sáum að Gerald Green vann.
Þá vissi ég að við misstum af þessu, við sáum bara highlights. Seinna var allt í einu sýnt að Kapono vann 3 point shoot-out og fullt af highlights. Svo var þetta endurtekið í helv. langan tíma.
Kl.05:00 hættum við að horfa og fórum að sofa.
Hvað í fjandanum?!?!?! Af hverju var ekkert sýnt?!