Það hefur mikið verið rætt um það á netinu hvernig MJ eigi eftir að standa sig gegn ungu og snöggu leikmönnunum. Mikið hefur borið á Allen Iverson, Tracy McGrady, Vince Carter, Kobe Bryant svo einhverjir séu nefndir. Jordan kallinn er auðvitað Jordan og verður alltaf Jordan en ætli hann hafi hraðan og úthaldið eins og hann gerði? Hann viðurkenndi eftir æfingu núna á dögunum að hann væri þreyttur, og eftir 21 mínútu í æfingaleik þá var hann kominn á bekkinn með íspoka á hnjánum. Hann er jú rusty en maðurinn er 38 ára gamall að verða 39, persónulega finnst mér hálf óréttlátt af fólki að ætlast til að hann verði dominant player eins og hann var. Hann er jú betri en flestir í deildinni en ég held að það sé ekki hægt að segja á þessum tímapunkti að hann sé sá besti í deildinni (ofangreindir menn eru ungir og því þolmeiri og með meiri sprengikraft, ef þið skiljið mig).

Ég held að hann eigi eftir að vera góður í ár, en ekki bestur. Það þarf meira en einn mann til að geta unnið riðil og deild, hvað þá titilinn. Það eru ekki margir menn í Washington sem eru í háum gæðaflokki hvað varðar spilamennsku. Ég sá á netinu að Jordan væri kannski 20 leikja virði fyrir Wizards sem gerir c.a 38-39 unnir leikir og það er ekki nóg. En eins og Jordan sagði, hann er ekki að þessu til að vinna til endilega, hann er að þessu því hann dýrkar körfuboltann, og það verður maður að virða og dást að. En hans vegna held ég að það sé óréttlátt að ætlast til of mikils af honum…

Hvað haldið þið?

P.S. þetta er bara mitt álit og það sem ég hef séð á netinu, ég er ekki að dæma Jordan né aðra leikmenn, þetta er svona smá “season preview”. Jordan fans, I´m sorry. ég var einu sinni Jordan fan og er ennþá smá fan í mér, en ég hef haldið með öðru liði síðan ´91 og geri enn :) Þó að Jordan sé einn af mínum uppáhalds þá get ég ekki annað en verið með minni væntingar til hans þetta árið…

So be it…
Þetta er undirskrift