Sælir hugarar.

Eins og einhverjir ofurglöggir hafa mögulega, þó líklegast ekki, tekið eftir er búið að taka mig úr stjórnandaglugganum. Það er einfaldlega vegna þess að ég sagði upp, ef svo má að orði komast, og er algjörlega hættur öllu stjórnunarstússi.

Þetta ‘stjórnunarstúss’ er líka búið að vera svo afspyrnu lítið seinasta árið, enginn, nema kannski Sporti, virðist reyna eitthvað að halda áhugamálinu virku.

En jæja, ég ætla að droppa alveg út úr þessu áhugamáli, vonandi mun habibi sjá vel um þetta - goat er löngu horfinn. Verið sæl.