Intersportdeildin tekin saman Intersportdeildin tekin saman.

Karfan í vetur.
Jæja þá er komið að því að fella dóm yfir lið og leikmenn að mati Aramis. þetta er að sjálfsögðu skoðun eins manns og gert til þess að koma minni skoðun á framfæri fyrir lokahóf KKÍ sem haldið verður núna á miðvikudagkvöld.


Hér kemur álit Aramis:



Nýliðar ársins: Fjölnir.
Það er klárt mál að Fjölnir hefur allt til þess að eiga þennan titil skilið. þeir komust í úrslit í bikarkeppni KKÍ og Lýsingar og einnig komust þeir í fjögurra liða úrslit í Intersportdeildinni. Þetta gerðu þeir á sínu fyrsta ári í deild þeirra efstu og eiga þennan titil verðskuldað.



Lið ársins : Keflavík.
Það er engum blöðum um það að flett að Keflavík á þennan titil. Þeir tóku þátt í Evrópukeppni jafnframt því að spila í öllum keppnum hér heima og spiluðu um sextíu leiki í heildina. Þeir eru vel af þessu komnir.



Vonbrigði ársins: Grindavík.
Það er mitt álit að Grindavík hafi ekki staðið undir væntingum þetta árið. Þeir hefðu að mínu mati átt að vera ofar í töflunni og ég hef ekkert við það að bæta.

Stærstu mistökin: Njarðvík.
Ég er ábyggilega einn um þá skoðun að Njarðvíkingar hafi gert fáránleg mistök með því að skipta um kana í lok tímabils. Það þýðir ekki að kaupa sér titil. Njarðvík en þetta er mín skoðun !



Bull ársins: Snæfell.
Þrátt fyrir að bera mikið álit til Snæfells , þá verð ég að endurtaka þá skoðun mína að kunna ekki reglur launaþaksins er ekki hægt að fyrirgefa. þetta er mjög einfalt plagg sem er auðlesið og allir virðast kunna nema stjórnarmenn Snæfells. Og svo að fara í fjölmiðla og gera meira úr eigin vankunnáttu er ekki til að bæta neitt.




Og þá er komið að einstökum leikmönnum, lið ársins, besti þjálfari og svo framvegis.



Besti íslenski leikmaðurinn: Friðrik E. Stefánsson. Njarðvík.
Það er mjög auðvelt að réttlæta þessa skoðun mína. Friðrik er besti stóri maðurinn á Íslandi og spilar veigamesta hlutverk í liði sínu. Hann er frábær alhliða leikmaður, og er að mínu mati sá besti í vetur. Ég veit að margir eru mér ekki sammála, en ég tel þetta vera besta tímabil Frikka og meira þarf ég ekki til að réttlæta minn útskurð.



Besti erlendi leikmaðurinn: Joshua Helm. KFÍ.
Það er alveg á hreinu að Joshua Helm er sá besti sem spilaði í Intersportdeildinni í vetur. Han setti met í stigaskorun og þrátt fyrir að vera með tvo og oft þrjá á sér í sókn þá náði hann að vera með 37.2 stig í leik og tæp 64% nýtingu. Það stoppaði enginn þennan mann.



Mikilvægasti íslenski leikmaðurinn: Sverrir Þór Sverrisson. Keflavík.
Ég fer ekkert frá þeirri skoðun að þetta er uppáhalds leikmaðurinn minn. Hann er alhliða rosalega góður og það sem meira er hann er leikmaður sem flestir líta upp til sem ekta íþróttamanns. Hann hefur allan pakkann.



Mikilvægasti erlendi leikmaðurinn: Nick Bradford. Keflavík
Þessi oft á tíðum trúðslegi leikmaður, er frábær. Hann er að mínu mati sá leikmaður sem að öll lið vildu hafa innan sinna raða. Hann getur spilað margar stöður og gerir margt frábærlega vel. En eitt er þó sem hann þarf að temja sér og það er ljótt orðbragð. Að öðru leyti er hann M.E.L. að mínu mati.



Efnilegasti leikmaðurinn: Brynjar Þ. Björnsson. KR
Brynjar er vel að þessum tittli kominn og sé ég mikla og góða framtíð hjá þessum dreng. Að vísu var ég í nokkrum vandræðum með valið á þessum tittli vegna fjölda drengja og er það gott mál. En Brynjar þú átt þetta skilið.



Mestu framfarir: Marvin Valdimarsson. Hamar/Selfoss.
Marvin er klárlega sá sem mestar framfrir hefur sýnt á s.l keppnistímabili. Hann spilaði veigamikið hlutverk í sínu liði og það kemur enginn annar til greina að mínu mati. Tölurnar tala sínu máli þar.




Lið ársins hjá Íslandi:
Friðrik E. Stefánsson. Njarðvík.
Sigurður Þorvaldsson. Snæfell.
Hlynur Bæringsson. Snæfell.
Magnús Gunnarsson. Keflavík.
Brenton Birmingham. Njarðvík.



Lið ársins hjá erlendum.
Joshua Helm. KFÍ.
Nick Bradford. Keflavík.
Jeb Ivey. Fjölnir.
Cameron Echols. KR.
Jovan Zdravevski. Borgarnes.



Þjálfari ársins: Sigurður Ingimundarsson. Keflavík.



Besti dómarinn: Sigmundur M. Herbertsson.



Svona er þetta nú. Intersportdeildin búinn og þetta er mín skoðun á þessu öllu saman. Þið getið rökrætt þetta þangað til þið eruð blá í framan, en minni skoðun verður ekki haggað.



Takk fyrir forvitnilegan og skemmtilegan vetur.


Tekið að sport.is