Þá er það orðið ljóst. Mike Miller, Orlando Magic, verður á morgun útnefndur nýliði árssins.

Hinir tveir sem komu til greina voru Kenyon Martin og Marc Jackson, en þeir meiddust og spiluðu aðeins 68 (Martin) og 48 (Jackson) leiki. Þar sem Miller spilaði alla 82 leikina og var mikilvægur hlekkur fyrir Orlando í úrslitakeppninni þá fékk hann flest atkvæði. Martin var þó með betra stigaskor (13.2) en Miller og Jackson voru báðir með 12 stig að meðaltali. Miller var þó með 40.9% 3ja stiga hittni sem er mjög gott miðað við nýliða.

Allir voru þeir tvisvar útnefndir nýliðar mánaðarins, og Miller og Martin saman í mars.

Þetta verður gert opinbert klukkan 11 að staðartíma á morgun í NBA City.
Þetta er undirskrift