Viltu horfa á NBA leiki í beinni á netinu? Þarftu ekki að hafa áhyggjur af utanlandsdownload? Þá skaltu fara á Þar sýna þeir oft heimaleiki Sixers (ég er búinn að horfa á þá aðeins of oft miðað við hvað þeir eru með leiðinlegt lið) og þá leiki sem eru sýndir á TNT, ESPN og þeim stöðum sem eru um alla Bandaríkin. Þessar stöðar sýna BESTU leikina. Til dæmis í nótt verður að öllum líkindum annaðhvort Sixers - Knicks klukkan 12 eða Miami-Denver klukkan 1 og síðan pottþétt Suns- Sonics klukkan 3.30.

TNT og ESPN fá alltaf til sína skemmtilega náunga. Til dæmis var Charles Barkley og Magic Johnson á TNT í nótt. Það var ekki leiðinlegt að hlusta á hvað þeir höfðu að segja.

Í gærnótt horfði ég fyrst á Cavs@Pistons og síðan á Lakers@Kings. Þvílíkt gaman.

ps. utanlandsdownloadið er mjög mikið. Yfir 4 tíma er hægt að búast með aðeins meira en 2 gb. Þannig að þeir sem eru með ADSL tenginu frá ogvodafone eða símanum geta gleymt því að fara inn á þetta.