Houston-Orlando skiptin virðast vera að fjara út því Orlando hafa víst misst áhugann sökum áhugaleysis Francis um að fara til Orlando. Önnur lið hafa því aukið verðgidli sinna tilboða til að heilla Orlando.

Nú virðist Phoenix vera í fararbroddi og fengu Orlando þá Shawn Marion, Joe Johnson/Casey Jacobsen og 7. valréttinn í nýliðavalinu í ár. Það sem kemur í veg fyrir þetta er að Phoenix vilja ekki senda Joe Johnson frá sér og Orlando vilja hann í pakkanum en ekki Jacobsen.

Þá eru það Indiana, en síðast þegar fréttist af þeirra tilboði þá voru það Ron Artest, Al Harrington, Jamaal Tinsley og hugsanlega valréttur í nýliðavalinu, en hvort þetta hafi eitthvað breyst undanfarið er óljóst.

John Weisbrod, managerinn hjá Orlando, sagði að það væru minnst sjö lið að keppast um McGrady, en McGrady hefur sjálfur sagst bara vilja gera langtímasamning við Houston, en í augnablikinu er það fjarstæðukennt en ekki ólíklegt. Af hvaða skiptunum verður er óljóst, en það verður líklega ekki fyrr en eftir draftið (sem er nú á morgun) og líklega ekki tilkynnt fyrr en um miðjan júlí.

Það sem er hins vegar frekar spennandi við þetta er að John Weisbrod sagði að það sé enn líklegt að McGrady verði í Orlando treyjunni á næsta ári. Hver veit nema Orlando hafi verið að vinna að skiptunum fyrir einhvern almennilegan PF eða C sem gæti heillað Tracy og sannfært hann um að vera áfram.

Ja hérna…<br><br><b>“You too will come to understand fear, as I have”</b>
<i>-Pious Augustus-</i>

<font color=“#FF0000”><a href=“mailto:arnarfb@mmedia.is”>E-mail</a> | <a href="http://kasmir.hugi.is/jonkorn“>Kasmír síðan!</a> | <a href=”http://www.cardomain.com/id/jonkorn"> Cardomain síðan!</a></font
Þetta er undirskrift