Jæja, McGrady hefur víst sagt Magic að hann vilji burt frá Orlando, og þannig séð skil ég hann vel. Yfirmenn liðsis hafa gert allt annað en að reyna að styrkja liðið undanfarin 3 ár, lélegir nýliðar og léleg trade. McGrady vill víst fara til Houston, Phoenix eða Indiana. Þetta er samt ekki eins stór skellur fyrir Orlando eins og þegar Shaq fór, því þá fengu þeir ekkert fyrir hann. Núna vita þeira þetta fyrirfram og fá því einhvern almennilegan í skiptum. Það segir sig sjálft að það eru engvir kjánar sem skipta um treyjur við McGrady. Tja, nema stjórnarmenn Orlando klúðri þessu, eins og svo oft áður. Þetta verður í fyrsta sinn síðan 1976 sem stigakóngi er skipt, en það hefur að mig minnir gerst þrisvar frá upphafi NBA. Uss uss uss. Stórtíðindi, en samt ekki óvænt.

Þetta eru frekar leiðinleg og sjokkerandi fréttir fyrir Orlando unnendur. En vitandi það að Orlando var með versta árangur deildarinnar, þá er þetta ekkert sjokk og ekkert grafalvarlegt, við fáum eitthvað í staðinn. Lakers-málið er hinsvegar sprenging. Kobe hefur ákveðið að kíkja á free agent markaðinn í sumar. Sama á við um Karl Malone, en hann er líka að leita sér að plássi á öldrunarheimili. Phil Jackson er hættur sem þjálfari. Shaq hefur farið fram á skipti (trade það er) og hefur hann gefið í skyn að Orlando sé staðurinn sem hann vill fara til. Hann hefur lengi talað um að fara aftur til Orlando áður en hann hættir. Félagi hans, Horace Grant, segir að hann tali um þetta í gríð og erg. Hann jafnvel hefur það bakvið eyrað að kaupa Orlando liðið þegar hann hættir. Og já, hann býr líka í Orlando á meðan off-season stendur. Shaq í Orlando? Varla núna, en hver veit hvað gæti gerst. Á meðan eru Lakers stjórnarmenn að bjóða Kobe eignarhlut í Lakers liðini fyrir það að halda áfram hjá Lakers, og fær þar af leiðandi að vinna með í því að byggja upp liðið að nýju. Já og finna staðgengil fyrir Shaq. Kaldhæðni.<br><br><b>“You too will come to understand fear, as I have”</b>
<i>-Pious Augustus-</i>

<font color=“#FF0000”><a href=“mailto:arnarfb@mmedia.is”>E-mail</a> | <a href="http://kasmir.hugi.is/jonkorn“>Kasmír síðan!</a> | <a href=”http://www.cardomain.com/id/jonkorn"> Cardomain síðan!</a></font
Þetta er undirskrift