3 leikir voru í gær nótt í NBA deildinni.

<b>San Antonio Spurs tóku á móti Minnesota Timberwolves :</b>
Tim Duncan var að koma aftur eftir meiðsli, hann lét það ekkert á sig fá og leiddi Sours til sigurs, 106 - 86, hann var með 22 stig og 10 fráköst. Tony Parker kom síðan næstur með 16 stig, 7 stoðsendingar og 6 fráköst.
Hjá Timberwolves var Kevin Garnett bestur að vana með 28 stig og 12 fráköst, næstur kom svo Sam Cassell með 21 stig og 3 fráköst, en einungis 2 stoðsendingar.

<b>Í Jersey voru það síðan New Jersey Nets sem að tóku á móti Detroit Pistons.</b>
Pistons unnu leikinn með 18 stigum, 89 - 71.
Pistons leiddu leikinn allan leikinn nema í örstund í fyrsta leikhluta, en þá náðu Nets 6 stiga forskoti.
Hjá Pistons var það Chauncey Billups sem var atkvæðamestur með 20 stig, 8 stoðsendingar og 5 fráköst.
Næstur kom svo Rasheed Wallace með 16 stig og 8 fráköst.
Hjá Nets var það Richard Jefferson með 19 stig og 3 fráköst, en Kenyon Martin var með 13 stig, 7 fráköst og 3 varin skot.
Kidd var hinsvegar ekki að finna sig í þessum leik og var einungis með 10 stig, 5 stoðsendingar og 4 tapaða bolta.

<b>Síðasti leikurinn var í Memphis, þar sem að Memphis Grizzlies kepptu á móti Seattle Supersonics.</b>
Leikurinn endaði með sigri Supersonics, 97 - 94.
Ray Allen var stigahæstur hjá Supersonics með 19 stig, 4 fráköst og 4 stoðsendingar, Vladimir Radmanovic var einnig með 19 stig, 3 stoðsendingar og 3 fráköst. Hjá Memphis var það Spánverjinn Pau Gasol sem fór á kostum, hann var með 21 stig, 15 fráköst og 6 stoðsendingar.