Eftir að LeBron meiddist hefur Carlos Boozer stigið upp og stjórnað Cavs með príði. Hann hefur náttúrulega verið í skugga LeBron í vetur og aðallega séð um fráköstin, verið mjög sterkur í þeim, en í seinustu tveimur leikjum hefur hann tekið völdin í sókninni. Í báðum leikjunum hefur hann skorað 32 stig en það mesta sem hann hafði skorað fyrir var 28 stig. Hann hefur hitt frábærlega af línuni, 22-24 samtals og verið með yfir 50% nýtingu. Einnig hefur hann verið stórgóður í vörninni, í fyrri leiknum tók hann 18 fráköst og 20 í þeim seinni.
Það er bara að vona að hann haldi áfram að spila svona vel þegar LeBron kemur aftur.