Lakers tapaði í nótt fyrir Clippers þrátt fyrir stórleik hjá Kobe Bryant sem var með 44 stig, 10 fráköst, 3 stoðsendingar og 4 stolna bolta. Hjá Clippers var Elton Brand með góðan leik, 30 stig, 15 fráköst, 6 stoðsendingar og 5 varin skot.
Lokastaða 101 - 98 fyrir Clippers.

Kings hélt áfram að vinna og þeir unnu Seattle þar sem mestu munaði um Peja Stojakovic sem var með 24 stig, 5 fráköst og 5 stoðsendingar. Ray Allen náði sér ekki á strik og var með 8 stig á 25 min.
Lokastaða 130 - 99 fyrir Kings.

Aðrir leikir í nótt voru,
Nets vs Knicks, Nets vann 95 - 85 þar sem Jason Kidd var bestur allra á leikvellinum með 35 stig, 13 stoðsendingar og 8 fráköst.
Hjá Knicks var Van Horn með 21 stig og 11 fráköst.

Raptors unnu Phoenix 83 - 73 þar sem Vince Carter var stigahæstur með 31 stig, hjá Phoenix var Marbury með 17 stig.

Og síðasti leikurinn var Milwaukee Bucks á móti Wasington Wizards, Bucks unnu 100 - 94.
Hjá Bucks var Michael Redd stigahæstur með 27 stig og 7 fráköst, en hjá Wizards var “nýliðinn” ( held að hann sé búinn að vera í 1 ár hjá þeim) Kwame Brown með 23 srig, 11 fráköst og 2 varin skot.

En vitiði nokkuð hvenær Malone og Shaq eiga að koma aftur úr meiðslum ?