Stjörnuleikur KKÍ verður haldinn þann 10.janúar í Seljaskóla á heimavelli íringa.
Einsog í fyrra þá keppa norðurlið og suðulið á móti hvort öðru.
Í Norðurliðinu eru ÍR, KFÍ, KR, Snæfell og Tindastóll, en í suðurliðinu eru Breiðablik, Grindavík, Hamar, Haukar, Keflavík, Njarðvík og Þór Þorlákshöfn. Smá mismunur þar sem það eru 5 lið í norðurliðinu en 7 í suðurliðinu.

Reglurnar eru þannig að þú velur 5 leikmenn í hvort lið 2 framherja 2 bakverði og 1 miðherja aðeins er heimilt að velja 2 erlenda leikmen í hvort lið. En þjálfara liðsins er svo heimilt að velja tvo erlenda leikmenn til viðbótar eftir að byrjunarliðið hefur verið gert opinbert.

Svo verður sennilega þriggjastigakeppnin og troðslukeppnin líka þannig að það er nóg af skemmtun.

Hægt er að velja í liðinn á www.kki.is og hvet ég alla körfubolta aðdáendur að fara þangað og kjósa sína menn og mæta svo á leikinn 10 janúar í Seljaskóla.