T-Mac skoraði 51 stig, hitti 20 af 30 skotum sínum, 8-11 í þriggja stiga, en Orlando tapaði samt á útivelli gegn Denver. Það er þó ekki persónulegt met enda hefur T-Mac mest skorað 52 stig í lok síðasta tímabils. T-Mac skoraði 36 stig í tapleik gegn Memphis í þarsíðasta leik. Aðrir leikmenn Orlando voru að skíta á sig allan leikinn, en Orlando tókst einhvern veginn að fá 35 villur dæmdar á sig og Howard og Gooden fljótlega í villuvændræðum. Denver fékk 46 vítaskot í leiknum.

Andre Miller og Earl litli Boykins skoruðu 27 stig hvor fyrir Denver.