2. deildar lið Hauka í kvennakörfunni sigraði í kvöld 1. deildar lið KR í hópbílabikar 70-63.

Haukastelpurnar, sem duttu niður í aðra deild á seinasta tímabili voru miklu betri í fyrri hálfleik og unnu hann 39-26 en lentu í villuvandræðum snemma í þriðja leikhluta og KR minnkaði muninn í 6 stig en lengra komust þær ekki og leikurinn endaði 70-63. Hjá Haukum skoraði Helena Sverrisdóttir 38 stig, tók 14 fráköst og 5 stoðs(sem telst nú bara venjulegur leikur hjá henni), og Pálína M. Gunnlaugsdóttir mep 20 stig og 10 fráköst. Hjá KR var Hildur Sigurðardóttir best með 23 stig og 16 fráköst.

Haukastelpurnar eru búnar að vera með fáránlega yfirburði í 2. deild kvenna og fyrstu fjórir leikir þeira hafa farið svona: Haukar - KFÍ 69-25, Breiðablik - Haukar 35-78, Haukar - Þór Ak. 103-39 og Haukar - Hamar 116-26.

Síðan er meðalaldur þeirra undir 18 þannig að hér er á ferðinni mjög efnilegt lið og ef að þær halda lykilleikmönnum spái ég því að hér er komið næsta stórlið kvennakörfunnar ef að svo má að orði komast :)