Margt og mikið var rætt um á þinginu og bara þar hæst að fækka liðium úr 12 í 10 sem að var fellt, útlendinga samningur sem að ég kom að í hinni greininni.

Margt annað var samþykkt sem að mér fannst nokkuð gott og skiptir miklu máli fyrir framtíð körfuboltans á Íslandi. Nokkrar mjög góðar skyldur fyrir hvert lið í úrvalsdeild um hvernig skuli haga heimaleikjum eins og að hvert lið skal hafa lukkudýr, kynni á hverjum leik, tónlist í upphitun og margt fleira.
Allt þetta held ég að eigi eftir að laða að fleiri áhorfendur sem og fleiri áhorfendur þýðir meiri umfjöllun og meiri umfjöllun þýðir meiri áhuga og meiri áhugi þíðir betri leikmenn og betri leikmenn þíðir betri lið og betri lið þíða fleiri áhorfendur og svo framvegis.

Keppni í unglingaflokki hefur nú verið færð úr 2. deild og aftur í sitt gamla horf en unglingaflokkurinn hefur síðastliðin 2 ár verið í 2. deild.
Leiktími í drengjaflokki hefur verið breytt úr 2x18 í 4x10 ég fagna því mjög því að það gerir leikina skemmtilegri og lengri og meiri spennu.

Breytingar urðu á stjórn KKÍ á þinginu. Erla Sveinsdóttir og Jóhannes Karl Sveinsson fóru úr stjórn, en í þeirra stað voru kjörnir þeir Jón Halldórsson og Gísli Páll Pálsson. Þá voru þrír nýir menn kjörnir í varastjórn, þeir Eyjólfur Guðlaugsson, Snorri Örn Arnaldsson og Bjarni Gaukur Þórmundsson.

Heimildir <a href="http://www.kki.is/default.asp?Adgerd=ein_frett&R ecid=1302">KKI.is</a