John Houston Stockton hefur hætt leik eftir 19 tímabil með Utah Jazz. Þetta er mikill sorgardagur í sögu körfuboltans því þarna hefur NBA misst besta leikmann sögunnar. Ekki nóg með að hann hafi verið gríðarlega staðfastur leikmaður, alltaf með góðan leik og spilaði í 19 ár eða þar til hann varð 41s árs heldur var hann einnig yndislegur karakter þar sem hógværðin var ólýsanlega mikil. Hann var þekktur fyrir að sýna aldrei tilfinningar sýnar og í yfirlýsingu sinni réði hann ekki við sig og varð klökkur í lokaspurningunni, þakkaði fljótt fyrir sig og rauk á dyr. Það er sjaldgæft að menn elski körfuboltann svona mikið og eru ekki bara í deildinni fyrir peningana.

Sorglegt að þessi maður hafi ákveðið að hætta því hann á nóg eftir. Það mun aldrei neinn koma nálægt metum hans en hann á fjöldan allan af metum í stoðsendingum, m.a. flestar stoðsendingar á ferlinum (um 16.000 stoðsendingar, næsti á eftir er Mark Jackson með ca 10.000), flesta stolna bolta á ferlinum og auðvitað flest ár hjá sama félaginu. Það mun enginn komast nálægt því að vera jafn stórkostlegur karakter heldur. Ég mun sakna hans ólýsanlega.