Sjónvarpsstöðin NBA TV sem fjallar um körfubolta allan sólarhringin eru byrjaðir með NBA raunveuleikaþátt.
Þátturinn byggist á því að kvikmyndatökumenn elta 16 fræga leimenn úr NBA deildinni. Fylgst verður með einum leimanni úr hverju liði í úrslitakeppninni. Aðdáendur körfubolta fá því þannig innsyn í lifnaðarhætti leimkanna og fá að sjá hversu mikil áhrif gengi liða þeirra í deildinni hefur á þá. Þáttaröðin verður jafn löng eins og úrslitakeppnin er. A hverjum degi fer nyr hálftíma þáttur í loftið. Tökumennirnir fá að elta þá inn í búningklefann um leikfanginn og alla leið í heimahús. Þegar lið leikmannsins dettur úr keppninni þá hætta myndatökumennirnir að fylgast með þeim.
Þeir 8 sem fylgst verður með úr austurdeildinni eru þeir Rip Hamilton, Richard Jefferson, Eric Snow, Al Harrington, Baron Davis, Paul Pierce, Tracy McGrady og Michael Redd.
Og úr vesturdeildinn eru þeir Malik Rose, Scot Pollard, Eduardo Najera, Dale Davis, Kevin Garnett, Robert Horry, Andrei Kirilenko og Stephon Marbury.