Grindavík – Hamar
Þrátt fyrir sigur Hamars í lokaumferðinni hljóta Deildarmeistararnir að teljast afar sigurstranglegir. Þeir hafa einfaldlega á mun betra liði að skipa, þrátt fyrir að Lewis sé enn ekki orðinn heill heilsu. Seinni Kaninn hlýtur að geta dreift boltanum á skytturnar sem sjá um stigaskorunina. Ég spái Grindavík sigri, 2-0.

KR – Njarðvík
Viðureignir þessara félaga hafa boðið áhorfendum upp á góða skemmtun á undanförnum árum og er engin ástæða til að ætla að því verð öðruvísi farið í þetta skiptið. Njarðvík er á uppleið en KR á niðurleið, þannig að ég spái Njarðvík sigri, samt á undarlegan hátt, því ég geri ráð fyrir þremur útisigrum! Sem sagt, Njarðvik vinnur fyrsta leikinn, síðan jafnar KR með sigri í Njarðvík og loks vinnur Njarðvík spennuleik í DHL-höllinni á mánudaginn.

Haukar – Tindastóll
Hér skiptir fyrsti leikurinn öllu máli. Ef Stólunum tekst að “stela” fyrsta leiknum, geri ég ráð fyrir 2-0 sigri þeirra, en ef Haukarnir standast álagið reikna ég með 2-1 sigri þeirra.Ég þori samt ekki að spá um fyrsta leikinn, en tel að miklu máli skipti hvort Kiddi “Gun” og Cook mæti með hlaðnar byssur á svæðið!

Keflavík - ÍR
Ef Keflavík ná fyrri leiknum auðveldlega ættu þeir alveg að geta
unnið ÍR í seinni leiknum, ég spái þessu því 2-0 fyrir keflavík því þeir þurfa aðeins að koma boltanum niður á Jón Norðfjörð eða að Guðjón, Gunnar og Magnús hitti. Þessi viðureign er því leikur kattarins að músinni
<br><br> latexlatex
latexlatexlatex
latexlatexlatex
latexlatexlatexlatexlatex
latexlatexlatexlatexlatexlatexlatex
————————————————-