Kristinn Óskarsson FIBA dómari hefur verið tilnefndur af FIBA til að dæma í undanúrslitariðli drengjalandsliða sem fram fer í Tyrklandi dagana 17. - 21. apríl næstkomandi. Íslenska drengjalandsliðið vann sér rétt til að taka þátt í mótinu með góðum árangri í undankeppninni.

Samkvæmt fréttum frá nýstofnaðri Evrópudeild FIBA verða dómaramál tekin til endurskoðunar. Liður í þeirri endurskoðun er að endurmeta þá FIBA dómara sem eru að dæma í dag og skoða yngri dómarana. Yfirmenn dómaramála í Evrópu munu því verða á mótinu í Tyrklandi þar sem þeir munu meta frammistöðu dómaranna og mun það mat hafa veruleg áhrif á framtíðarmöguleika viðkomandi dómara í Evrópu.

Reyndar var Leifi S. Garðarssyni boðið að dæma á mótinu en hann hefur ekki gefið kost á sér í Evrópudómgæslu í vetur vegna anna í nýju starfi sem skólastjóri Áslandsskóla í Hafnarfirði. Nú í vikunni hafði yfirmaður dómaramála hjá Alþjóðakörfuknattleikssambandinu, FIBA, Kosta Iliev samband við körfuknattleikssambandið. Hann falaðist eftir því að Leifur gæti kost á sér sem alþjóðadómari á ný og hafði Iliev hug á að útnefna hann sem dómara á ofangreint mót en Leifur dæmdi fjölmarga leiki á Evrópumótum félagsliða og landsliða á sl. keppnistímabili og var sl. sumar talinn í hópi 20 efnilegustu dómara Evrópu.
En Leifur gaf FIBA afsvar í gær þar sem hann á ekki heimangengt á þessum tíma og því fer Kristinn Óskarsson til Tyrklands um páskana<br><br> latexlatex
latexlatexlatex
latexlatexlatex
latexlatexlatexlatexlatex
latexlatexlatexlatexlatexlatexlatex
————————————————-