Loks er komin niðurstaða í málefni Damons Johnson og gríska félagsins Panellinios. Niðurstaðan er sú að Damon fer ekki til Grikklands, heldur leikur með Keflavík út þessa leiktíð.

Ástæða þess að mál þetta hefur dregist er fyrst og fremst misvísandi skilaboð frá gríska félaginu. Fyrst létu þeir í veðri vaka að þeir vildu greiða ákveðnar upphæðir en síðan fóru þeir að “prútta” og reyndu að lækka upphæðirnar, bæði til Damons og til Keflavíkur. Stjórn Keflavíkur setti fram ákveðin skilyrði og vildi fá svar við þeim, hún vildi ekki standa í samningaviðræðum. Nú fyrir skömmu barst síðan loks svar frá gríska félaginu, þess efnis að þeir vildu ekki greiða uppsett verð. Því verður ekkert af þessum viðskiptum og Damon fer því hvergi.

heimildir keflavik.is