Þessi lið mætast í New Jersey núna í nótt klukkan 00.30 að íslenskum tíma.

Bæði liðin hafa sama árangurinn, eða 26-9. New Jersey hafa unnið 10 leiki í röð og ef eitthvað lið ætti að stöðva þessa sigurgöngu þá verður það Sacramento sem hafa núna fengið Chris Webber úr meiðslum og Mike Bibby en hafa misst Bobby Jackson í meiðsli.

Það eru þrír lykilmenn í New Jersey. Aðalmaðurinn að sjálfsögðu Jason Kidd og framherjarnir Richard Jefferson og Kenyon Martin. Dikembe Mutombo er ennþá mættur og verður ekki með. Kerry Kittles er nýkominn úr meiðslum og er ekki alveg 100% og byrjar væntanlega ekki í kvöld. Í stað hans verður, sem skotbakvörður, Lucious Harris sem hefur staðið sig mjög vel í fjarveru Kittles.

Í síðasta leik gegn Atlanta, sem eru nánast án leikstjórnanda, var Jason Kidd með buxurnar á hælunum. Það kom ekki að sök því New Jersey átti í litlum vandræðum með Atlanta. Martin, Jefferson og Harris átti allir fínan leik.

Sacramento rúllaði yfir Milwaukee 101- 76 í síðasta leik. Stojakovic svitnaði ekki neitt og skaut aðeins 3 skotum og endaði með 3 stig. Chris Webber og Mike Bibby voru góðir og varamaðurinn Damon Jones var með 3-3 í 3 stiga skotum.

Ég væri nú alveg meira en til í að geta séð þennan leik á Sýn. Verður örugglega frábær leikur.

Við getum þó fylgst með leiknum á yahoo.com eða nba.com