Þótt ég sé ekki mikill aðdáandi Kobe Bryant þá er ekki hjá því komist að taka eftir hverjum stórleiknum á fætur öðrum.
Á móti Clippers var hann með 33 stig, 15 frák. og 12 stoddara. Þetta eru ótrúlegar tölur en ótrúlegra þykir mér að hann skyldi ná þessu aftur og það á innan við viku. Í nótt gegn Blazers var hann með 33 stig, 14 frák. og 12 stoðsendingar.
Hann virðist njót sín vel á meðan Shaq er í burtu og ótrúlegt hann er með 7,8 stoðsendingar að meðaltali í fyrstu fjórum leikjunum. Hann gaf ekki einu sinni boltan svo oft í leik í fyrra.