Ég verð að segja það að verður í raun skemmtilegt að fylgjast með deildinni í vetur, hún er ef til vill jafnari núna en hún hefur verið lengi. Philly byrjaði mjög vel, en hefur tapað 2 leikjum af þrem og þar með komið þeim á jörðina aftur.

Liðin í vesturdeildinni eru sterkari að mínu mati, lið eins og: Lakers, Portland, Phoenix & San Antonio eiga örugglega eftir að berjast um þetta en svo koma lið eins og Seattle, Houston & jafnvel Sacramento að reyna troða sér í baráttuna.

Austurdeildin, þar eru lið eins og Miami,Philly,Toronto,Charlotte,Orlando & Indiana, en ég sé ekkert af þessum liðum standa eitthvað í vesturdeildarliðunum. Kannski var Miami vonin, en Mourning og nýrun…

Þeir sem vinna vesturdeild eiga titilinn vísan…!