Well, hérna áður fyrr skartaði NBA deildin mikið af stórum og góðum miðherjum…þeir voru yfirleitt þessir 4-5 úrvalsmenn úr hvorri deildinni fyrir sig. Núna hefur Vesturdeildin O'Neal, David Robinson, Tim Duncan(ætti að spila miðherjann), svo eru menn eins og Sabonis & Ewing á efri árunum og það er farið að sjást.

Austurdeildin getur varla skartað neinum, Mutumbo er eiginlega bara varnarmaður, Mourning verður örugglega ekkert með í vetur og þá eru nú ekki eftir margir góðir…Ilgauskas er ágætur Anthony Davis líka…en þetta eru nú engar súperstjörnur.

Einu svokallaðar súperstjörnurnar þarna úr báðum deildum eru ef til vill O'Neal, Duncan & Mourning…

Engin furða að Shaq sé óstöðvandi…