Houston náðu að vinna sinn annan útileik í nótt og hafa nú unnið 5 að síðustu 6 leikjum, reyndar er lið Miami hálf vængbrotið en þetta var engu að síður góður sigur fyrir Rockets.

Mobley var stigahæstur á vellinum með 21 stig fyrir Rockets en Eddie Jones setti 18 fyrir Miami, eftir leikinn sagði Mobely að hann hefði markið, hann vill verða All-Star leikmaður:“I have personal goals … I want to be an All-Star, and you might have a better chance if you start,” Mobley said. “But I want people to say, ‘Hey, he’s consistent.' I want Steve (Francis) and me to be All-Stars, and making the playoffs gives us a better chance of doing that.” Ungur maður með mikinn metnað.

Rudy Tomjanovich, þjálfari Houston sagði eftir leikinn að nú væri kominn tíma fyrir þetta unga lið að fullorðnast:“This team had so many moral victories last year, now it's time to grow up,” said Rockets coach Rudy Tomjanovich, whose team is 2-1 on a four-game road trip. “I told them that these (road) games are what playoff games are like. Let's start taking a playoff approach today.”

Rockets eru greinilega á uppleið á ný sem eru auðvitað gleðitíðindi, þeir verða þó sennilega ekki meistarar í ár :) Ætli að stefnan sé ekki sett á úrslitakeppnina og allt eftir það er bónus.

Í lokin langar mig að minnast aðeins á Hakeem Olajuwon, hann hafði hægt um sig í gær og setti aðeins 6 stig á 26 mínútum en núna vantar honum aðeins 44 stig til þess að verða fimmti leikmaðurinn í NBA sem skorar 26 þúsund! stig og tekur 13 þúsund! fráköst.
_ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _