sem leikmaður í körfubolta hef ég verið að velta því fyrir mér hvort að þessar svokölluðu fimm stöður í körfuboltanum séu að verða úreltar, allavega er þróunin í þá átt..
Flest lið í Evrópu eru farnir að finna stóra leikmenn sem geta nelgt þrigga stiga körfum og getað hoppað útúr stöðunni sinni, og flest lið stilla líka upp með einn bakvörð og svo eru tveir “hlauparar”, kanntmenn, sem keyra fram og einn til tveir undir körfunni. Það er ekki lengur þessi fasta point guard, shooting guard osfr.
Í NBA deildinni hafa þessar stöður verið öðruvísi, þar eru oft tveir bakverðir á toppnum og framherjarnir mis mikið undir körfunni og svo einn miðherji..
En núna eru menn farnir að vera hreyfanlegri, þá á ég við þá stóru, líkt og Kevin Garnett sem hefur verið færður í stöðu kraftframherja eftir fráhvarf Joe Smith, sem var að fá borgað undir borðið…og þurfti að fara
En það sem ég ætlaði að segja, Garnett er ákaflega snöggur af kraftframherja að vera og getur skotið, hefur frábært skotjafnvægi, og ég tel hann vera fulltrúa komandi kynslóðar NBA framherja , þar sem liðin munu sjálfsagt hafa tvo álíka stóra framherja, ekki small og Power forwards, líkt og Garnett og þá munu vera fjórir leikmenn í hverju byrjunarliði sem geta skotið=)