Ég fór með liði mínu Þór ak í æfingarbúðir á Laugar um helgina.
Við áttum að mæta klukkan 8:30 á laugardagsmorgini við Hamar.
Þaðan var ekið til Laugar á einkabílum,ferðin tók um 45 mín.
Fyrsta æfingin byrjaði klukkan 10 en hún var frekar leiðinleg við fórum að æfa kerfi í 2 tíma fimm strákar saman í liði og æfa kerfin á hliðarkörfurnar.Síðan var þjálfarinn var eitthvað morgun fúll hann hundskammaði tvo stráka annan fyrir að vera með tyggjó og hinn fyrir að spyrja hvað klukkan væri vegna þess að hann var svangur.
Eftir æfinguna fengu flestir sér eitthvað að borða og fóru með dótið okkar á heimavistunina þar sem við gistum.Seinni æfingin var klukkan 14:00 og hún var mun skárri þjálfarinn rólegur og fórum aðeins að spila á vellinum en aðeins á eina körfu vegna þess að við vorm svo margir og síðan áttum við að æfa kerfin.Það var fínt en við strákarnir vorum ekki kominn með kerfinn alveg á hreinu.
Síðan fórum við í sturtu og á heimavistina en vorum bara þar í smátíma.Flest öllum langaði í pítsu þannig að það var ákveðið að fara á pítsustaðinn í bænum(þetta er nú varla bær aðeins nokkur hús).Öllum fannst þær góðar,síðan var farið á heimavistina þegar klukkan var svona 18:30.En pítsan fór ekki vel í magann á öllum þar á meðal mér sumum voru bara illt í maganum aðrir ráku bara við.
En ég fékk hins vegar rosalegan niðurgang og sem betur fer fór enginn á klóstið rétt á eftir mér.
Um kvöldið fóru nokkrir að spila spilið Risk meðan hinir strákarnir voru bara inn í herbergunum að spjalla saman.Við vorum sendir inn í herbergi að sofa klukkan 22:30 því við þurftum að vakna 7:15 næsta dag.Morguninn eftir var vakið alla og við fengum okkur morgunmat og fórum síðan inn í íþróttarhús en þar var æfing klukkan 8:00 einn leikmaður svaf yfir sig þótt margir hefðu reynt að vekja hann og þjálfarinn var ekkert of ánægður með það en hann kom svona hálftíma of seint og þurfti að horfa á afganginn á æfinguni.
Við héldum áfram að æfa kerfin en spiluðum á eina körfu fimm á móti fimm sem var fínt.Okkur var síðan sýnt smá af pressu(veit ekki hvort við ætlum að nota pressu í vetur).
Klukkan 10:00 var hlé til 12:00.Á æfinguni sem var klukkan 12:00 gerðist fyndnasta atvik helgarinar.Við vorum að æfa kerfin á eina körfu þegar einn strákur sló í boltan og hann flaug yfir til Þóa sem stóð aleinn hjá þriggja stigalínuni en hann hoppaði tók boltan með báðum höndum og sveiflaði olbogunum á fullu til hliðar eins og það hefðu verði fimm leikmenn sem voru að reyna að ná boltanum.
Ég var að æfa kerfin hinu meginn á vellinum og missti af þessu en ég heyrði rosahlátur snéri mér við og sá nokkra stráka liggjandi á gólfinu í hláturskasti og þjálfarinn var skellihlæjandi líka.Gústi þjálfari sagði síðan eftir æfinguna að hann hefði aldrei sé annað eins á sínum tíu árum sem þjálfari og hélt síðan áfram að hlæja.
Klukkan 16:00 spiluðum við á móti liði framhaldskólans á Laugum en það var fyndinn leikur þar sem allir leikmennirnir voru stórir og frekar feitir og á aldrinum 16-20 ára.Þeir voru rosalega lélegir og þessi leikur var bara brandari þeir höfðu allir nema einn verið búnir að drekka áfengi fyrir leikinn og það var rosaleg áfengislykt af þeim en við spilum ekkert of vel en unnum samt með svona með 25 stigum.
Síðan förum við heim eftir fína helgi en mjög erfiða en við æfðum í 8 klukkutíma og spiluðum einn æfingarleik sem var í fimmtíu mínutur.