Argh!

Versta minning mín úr körfuboltaheiminum. 1995. Phoenix eru að jafna seríuna á móti Chicago Bulls með heimasigri, 2 stiga forysta, 10 sekúndur eftir… allt í einu er Paxson aleinn fyrir utan þriggja stiga línuna.. skotið.. oní.
Leikhlé, ég ét á mér allar neglur, Barkley hlýtur að fá boltann!
Nei! Það er KJ! Skot! Blokkað! BROT BROT! DÓMARI! BROT!!!

Nei… neii.. neiiiiii.. það er búið.. besta serían sem hefur sést er búin, og vondu kallarnir unnu….

Þetta var MJÖG dramatísk og erfið reynsla fyrir hardcore Phoenix mann skal ég segja ykkur, og eftir þetta hefur NBA bara farið downhill. Engar stjörnur eftir, bara spilltir krakkar og farlama gamalmenni.

En ég á alltaf minninguna um flottustu úrslitakeppni ever (þó að hún hafi farið illa að lokum).
Summum ius summa inuria