Alonzo Mourning Það er óttast í herbúðum Miami Heat að lykilmaðurinn í liði þeirra hann Alonzo Mourning missi af allri næstu leiktíð sem hefst nú í október.

Mourning sem er nú 32 ára gamall og nú 10 leiktíðir á baki í NBA deildinni og hefur leikið 7 síðustu tímabil í liði Miami Heat og lék þar áður 3 tímabil með Charlotte Hornets sem ný heitir New Orleans Hornets. Mourning fór í nýrnaaðgerð fyrir 2 árum og missti þá af meginhluta tímabilsins. Forsvarsmenn Miami hafa gefið út þá yfirlýsingu að læknar Mournings, telja hann ekki nógu heilsuhraustann til þess að geta spilað körfubolta.
Læknar hafa þó ekki gefið upp þá von að Mourning verði með af fullum krafti í vetur og sjálfur vonast hann til að geta leikið með liðinu. “Hann er ekki að hætta” sagði Lisa Johnson talsmaður Mournings.

Þetta er mikið áfall fyrir Miami Heat ef að Mourning næði ekki að spila neitt með þeim í vetur en liðinu gekk ekkert vel í deildinni á síðasta tímabili og náðu aðeins að vinna 36 leiki og voru talsvert frá því að komast í úrslitakeppnina.

Mourning spilaði 75 leiki fyrir Heat á síðasta tímabili og skoraði 15.7 stig í leik, tók 8,4 fráköst og varði um 2,5 skot í leik.