Patrick Ewing Eftir 17 ár í NBA boltanum hefur einn besti framherji deildarinnar undanfarin ár ákveðið að leggja skónna á hilluna.
Hann var valinn í fyrstu umferð í nýliðavalinu 1985 af New York Knicks þar sem hann var hafði leikið með Georgetown háskólanum. Í New York eyddi hann síðan 15 ár en fór síðan til Seattle Supersonics og þaðan til Orlando magic.

Hann var valinn einn af 50 bestu leikmönnum deildarinnar árið 1997 og hann hafði verið í Úrvalsliði NBA 11 sinnum.
Að auki vann hann gullmedalíu með Bandaríska Ólempíu liðinu árið 1984 og árið 1992.
Ewing hættir sem leikjahæsti, stigahæsti , flest varinn skot , og frákastahæsti leikmaður New York Knicks allra tíma.

Hann var með 21 stig á meðaltali á leik á ferlinum og 9.8 fráköst og 2.45 varin skot per leik.

Margir eru sammála að Ewing er einn skemmtilegasti og einn besti Center allra tíma og leiðinlegt að sjá þennan frábæra íþróttamann hætta en einhvern tíman varð hann að hætta 40 ára að aldri