Bandríkjamenn töpuðu á móti Argentínumönnum 87-80 en þetta er fyrsti tapleikur Bandaríkjamanna síðan þeir máttu nota NBA leikmenn með landsliðinu en liðið hafði unnið 58 leiki í röð.
Átta leikmenn Argentínu skorðu á bilinu 7 til 15 stig og þetta því mikill liðsheidarsigur hjá þeim.
Góð vörn Argentínumanna hélt Bandaríkunum í 37.5% skotnýtingu.


Paul Pierce var stigahæðstur í liði Bandaríkjanna með 22 stig en Andre Miller og Michael Finley skoruðu 14 stig hvor.


Bandaríkjamenn mættu Júgóslövum í 8 liða úrslitum og töpuð óvænt en þetta var annar tapleikur liðsins í röð.Í upphaf fjórða leikhluta voru Júgóslavía undir með tíu stigum en með mjög góðum endaspretti náðu þeir að sigra 81-78.Andre Miller var nálægt því að jafna leikinn á lokasekúndunum en þriggja stiga skot hans klikkaði.

Peja Stojkovic var stigahæðstur í liði Júgóslava með 20 stig en Vlade Divac var með 16 stig.

Bandaríska liðið vinnur þá til engra verðlauna á þessu móti en þeir spila á móti Spánverjum um 5-6 sæti.


Þriðji tapleikur Bandaríska landsliðsin í röð og að þessu sinni á móti Spánverjum 81-75.Bandríkjamenn mættu sterkir til leiks og réðu ferðinni en þegar tók að líða á leikinn tóku Spánverjar hann í sínar hendur og unnu góðan sigur.

Juan Carlos Navarro var stigahæðstur hjá Spánverjum með 26 stig.
Hjá Bandaríkjamönnum var Gasol með 19 stig og Raef Lafrentz með 13 stig.

Það er spurning hvort leikmenn eins og Allan Iverson,Shaquille O'Neal og Kobe Bryant verði með á næsta móti