Harlem Globetrotters! Já kæru körfuboltaaðdáendur þeir eru á leið til landsins.
Harlem Globetrotters koma hingað til lands í nóvember á vegum Körfuknattleikssambands Íslands og leika hér sex leiki víðs vegar um landið. Liðið kom hingað síðast fyrir níu árum eða haustið 1993.

Þeir leika hérna sex leiki eða 2 í Reykjavík , einn í keflavík, einn á Egilstöðum og síðan einn á Akureyri og einn á Sauðarkróki.
Um tvö lið er að ræða, þ.e. Globetrotters sem spilar á móti liði sem heitir Washington Generals. Þarna eru fyrrum NBA-leikmenn, þannig að hluta til er þetta alvöru körfubolti en einnig er þetta auðvitað sýning. Þeir áttu 75 ára afmæli í fyrra og hafa ferðast um allan heim og hafa heimsótt 115 lönd.

Ég skal sko lofa að þetta verður þvílik sýning en ég hef einmitt séð þessa sýningu í Svíþjóð árið 1994 og kvet fólk til þess að reyna að fara á þessa sýningu