NBA sýningar Allir sem eru hér á körfu fylgjast öruglega mikið með NBA boltanum ( frekar en íslenska) en við NBA aðdáendur fáum bara svo fá tækifæri til þess að sjá okkar uppáhaldslið nema að við höldum með Lakers þá fáum við að sjá þá mikið í úrslitakepninni.

En til dæmis man ég ekki eftir einum einasta sýndan leik með Orlando Magic ( þótt að ég held ekkert sérstaklega mikið með þeim ) svo að dæmi sé tekið. Og svo er bara einn leikur sýndur á Sýn fyrir úrslitakeppnina og hann er oftast seint um kvöldin á sunnudögum þegar flest fólk fer annaðhvort í skóla eða vinnu daginn eftir.

Afhverju geta Sýn bara ekki sleppt því að sýna nokkra fótbolta leiki og einbeitt sér líka að NBA boltanum.
Til dæmis geta þeir sem fylgjast svo mikið með enska fengið sér bara breskan gervihnattadisk en það er ekki hægt að fá sér bandarískan gervihnött eða eftir því sem veit. En ég vona að það verða sýndir fleiri NBA leikir á sýn í framtíðinni.