Philadelphi 76ers Philadelphia 76ers, þetta lið sem náði frábærum árangri 2000-2001 þegar þeir töpuðu í úrslitum NBA fyrir Los Angeles Lakers, er hálfgert spurningarmerki næsta tímabil að mínu mati.

Þetta lið er ekkert illa mannað en þeir voru nú í sumar að skipta á Dikembe Mutombo fyrir Todd MacCollochog Keith Van Horn. Þessi skipting hefur að mínu mati bæði sína kosti og galla.
Kostirnir eða kosturinn er sá að Allen Iverson hefur nú einhvern góðan sóknarmann með sér í sókninni hann Keith Van Horn , en hann Van Horn stóð sig frábærlega síðasta vetur með New Jersey Nets.
Gallinn er sá að Mutombo er betri miðherji en hann McColluch eða hefur hann meiri reynslu en hann.

Ég óttast að þeir munu lenda í vandræðum þegar þeir mæta einhverjum stórum og góðum miðherja eins og Shaq eða Yao Ming.
Og svo er aldrei að vita hvort að snillingurinn Allen Iverson mun gera á næsta ári en ég vona að hann og Keith Van Keith munu leiða þetta lið langt á næsta ári, helst alla leið.