Yao Ming
Eitt helsta umfjöllunar efni fyrir NBA deildina í vetur hefur verðið nýliðinn hjá Houston Rockets , risinn Yao Ming.
Þessi maður er þó nokkuð stærri en Shaquille O'neal eða um 226 cm á meðan risinn hjá Los Angeles Lakers er um 216 cm.
En hann shaq er talsvert þyngri ( meðað við hæðarmuninn) eða um 9 kílóum þyngri.

Svo að maður spyr sjálfan sig hvort að hann Yao Ming mun hafa eitthvað í hann shaq á næsta tímabili. Það verður gaman að sjá einhvern sem getur eitthvað á móti þessu trölli hjá meisturum Lakers.
En svo þarf hann kannski að bæta á sig soldið af vöðvum til þess að eiga eitthvað í hann og kannski einhverja reynslu.
Og svo var líka engin samkeppni í þessari kínversku deild sem hann var í eða allavegana enginn nógu stór til þess að dekka hann.

En ég hlakka til þess að sjá þennan risa keppa í stóru deildinni í vetur.