Tap hjá bandaríkjamönnum Þeir sem segja að bandaríska landsliðið sé óstöðvandi í körfubolta ættu að hugsa sig um aftur.

Bandaríska landsliðið í körfuknattleik töpuðu á móti Argentínumönnum 87-80 í riðlakeppninni á HM í körfuknattleik.
Bandaríska landsliðið hafði leikið 58 leiki í röð án þess að tapa með NBA leikmönnum frá árinu 1992 og menn segja að þetta sé óvæntustu úrslit frá því Bandaríkjamenn töpuðu með eins stigs mun fyrir Sovétmönnum á ólympíuleikunum árið 1972.

Leikmenn bandaríska liðsins virtust eitthvað utan við sig í fyrri hluta leiksins og höfðu Argentínumenn 16 stiga forskot í hálfleik.

Ekki var þetta lið illa mannað með Paul Pierce , Byron Davis , Reggie Miller og jermeine o\'neal svo að einhverjir séu nefndir.

Stigahæstu menn bandaríska liðsins voru Paul Pierce með 22 stig , Andre miller með 14 stig ásamt Michael Finley með sín 14 stig.
Stigahæstu menn argentíska liðsin voru Ginobili með 15 stig , Andres Noccioni með 14 stig , Luis Scola með 13 stig og Fabricio Oberto með 11 stig