2002-2003 Jæja þá er NBA að fara að byrja aftur í vetur og stærsta spuringin er sú hver hreppir titilinn.

Mín skoðun er sú eða mín spá er sú að Lakers ná ekki að vinna titilinn fjórða árið í röð. Þessi spá mín byggist öll á því hvort Shaq verði heill í tánni eða ekki.
Ekki gat hann verið með á HM í körfu út af henni en kannski hefði hann ekkert viljað vera með þrátt fyrir það.

En svo held ég að Sacramento Kings mun berjast hart við að vinna titilinn og eru þeir til alls líklegir eftir það sem menn sáu í fyrra þegar þeir gáfu meisturum Lakers harða mótspyrnu í úrslitum vesturdeildar.

En augu mín munu líka beinast að Orlando Magic. Þetta vel mannaða lið mun öruglega standa sig vel í austurdeildinni sérstaklega út af því að Grant Hill er kominn í fulla heilsu og er tilbúinn í átökin næsta tímabil.

En svo er aldrei að vita hvort einhver önnur lið munu standa uppi sem meistarar árið 2003.