Jæja,

Mig langar að fá álit ykkar á Orlando í vetur. Haldiði að þeir muni geta eitthvað? Ewing, Hudson, Reid, Buechler og Williams farnir. Eini maðurinn sem maður saknar af þeim er Troy Hudson. Hins vegar eru komnir Oyedeji og Vaughn. Engar stórvægilegar breytingar þar á ferð.

Mína menn vantar tilfinnanleg stóra menn og nú er talað um jafnvel Shawn Kemp á 1árs samning og svo ætla þeir að reyna aftur við Duncan næsta sumar. Stóra spurningamerkið er auðvitað Grant Hill og hvort hann nái sér á strik og ef svo hvernig hann mun finna sig með T-Mac.

Bo Outlaw var látinn fara snemma á síðasta tímabili til að liðka „salary-cap“. Fannst ykkur það mistök? Mér finnst hann mjög skemmtilegur leikmaður sem gaf sig allan í leikinn en ef einhver almennilegur stór gæji kemur í staðinn þá er ég sáttur. Svo er spurning með Mike Miller, á að skipta honum út og þá fyrir hvern? Miller var að vísu að skrifa undir framlengingu á samningnum sínum en ég vildi sjá hann fara fyrir einhvern stóran.

Það væri náttúrulega draumur að fá Olowokandi frá Clippers en sagan segir að hann vilji “maximum” samning sem hann mun ekki fá hjá Orlando og varla nokkru öðru liði.

Ég spái að Orlando verði í harðri baráttu við Nets og Celtics um Atlantic Division-titilinn en muni enda í 3.sæti þar og kannski vinna eina seríu í Playoffs en ekki meira, a.m.k. ekki fyrr en almennilegr stór maður kemur.

Verður byrjunarliðið þá ekki bara svona ef engar fleiri breytingar munu eiga sér stað? :

PG : Armstrong
SG : McGrady
SF : Hill
PF : Garrity
C : Grant

Endilega komið með ykkar comment.