Sprewell skipt? Nú eru uppi háværar raddir að einum máttarstólpa New York Knicks liðsins verði skipt fyrir komandi tímabil. Scott Layden stjórnarformaður NYK sagði það vera orðið ljóst að Sprewell og Allan Houston gætu ekki spilað saman og þar af leiðandi yrði Sprewell væntanlega skipt.
Núna hef ég heyrt þrjá möguleika á skiptum í þessum efnum, þ.e. að Spree fari til Milwaukee í skiptum fyrir þá Glenn Robinson og Tim Thomas, ef af þessum skiptum yrði myndi NYK græða heilmikið, þeir fengju tvo mjög sterka framherja sem myndu styrkja lið NYK heilmikið undir körfunni. Í öðru lagi er talað um þriggja liða skipti, þ.e. að Sprewell verði skipt til Detroit, Jerry Stackhouse fari til Minnesota og Wally Sczerbiak fari NYK. Í þriðja lagi er talað um að Sprewell fari til Cleveland í skiptum fyrir Andre Miller, Andre Miller er stigvaxandi leikmaður sem er búinn að vera þrjú ár í deildinni og var með flestar stoðsendingar á seinasta tímabili (10,9 apg). Ég tel að New York græði á öllum skiptunum og þannig verður gaman að fylgjast með þeim næsta season.

Frank Williams nýliðinn sem NYK fékk í sumar, meiddist á úlnlið í æfingabúðum og þarf að fara í aðgerð, ekki er vitað sem stendur hversu langan tíma hann þarf til að jafna sig.

Jónsi