Það er orið ljóst að Brenton Birmingham muni ekki leika með liði íslandsmeistara Njarðvíkur á næsta tímabili en hann hefur samið við Rueil-Malmaison í frönsku 2. deildinni. Brenton, sem hefur átt glæsilegan feril hér á landi mun í sumar leika með íslenska landsliðinu sem tekur þátt í Norðurlandamóti landsliða í lok Ágúst. Það er ljóst að Njarðvík muni veikjast þó nokkuð við að missa Brenton.

Það er nánast öruggt að Logi Gunnarsson leikur ekki heldur með Njarðvík næsta vetur þar sem hann er orðin nokkuð eftirsóttur meðal liða í Evrópu eftir frábræra frammistöðu á móti 21.árs landsliðinu fyrr í sumar. Logi hefur fengið nokkur tilboð frá liðum í Þýskalandi, bæði efstu og næstefstu deild, og einnig frá Belgíu. Þá hafa lið frá Frakklandi sýnt honum áhuga.


kveðja Ludo