AND1
Körfuboltabúðir fyrir drengi og stúlkur
3. júní til 7. júní 2002
16:30-19:30 Íþróttahúsi KR

Dagana 3. til 7. júní verða Ágúst Björgvinsson og And1 með körfuboltabúðir fyrir 12-18 ára drengi og stúlkur. Þetta er annað árið sem búðirnar eru haldnar undir stjórn Ágústs Björgvinssonar. Hann hefur aflað sér reynslu í nokkrum mjög virtum körfuboltabúðunum í Bandaríkjunum eins og Duke University Basketball Camp og Five-Star Basketball Camp. Búðirnar eru byggðar á bandarískri fyrirmynd þar sem leikmenn fara í gegnum stöðvaþjálfun, hlusta á fyrirlestra og spila leiki. Í búðirnar koma Todd Triplett þjálfari og umboðsmaður með atvinnuleikmenn sem og þjálfarar frá Bandaríkunum. Einnig munu nokkrir vel þekktir íslenskir þjálfarar og leikmenn mæta á staðinn. Þar má nefna Pétur Guðmundsson eina Íslendinginn sem hefur spilað í NBA deildinni, Benedikt Guðmundsson unglingalandsliðsþjálfara, Jón Arnór Stefánsson besta leikmann Epson-deildarinnar síðastliðin tvö ár, Eggert Garðarsson besta þjálfara Epson deildarinnar 2002, Friðrik Inga Rúnarsson landsliðsþjálfara karla, Inga Þór Steinþórsson mfl. þjálfara KR, Svala Björgvinsson NBA sérfræðing og fleiri.

Að loknum búðunum frá 19:30 til 21:00 daglega fá svo þátttakendur búðanna tækifæri til að spreita sig á móti bandaríkjamönnunum og Epson-deildarmönnum þegar skipt verður í lið.

Allir þátttakendur fá boli merkta körfuboltabúðunum. Einnig eru veitt verðlaun fyrir bestu vítaskyttu, 1 á 1 meistara, 3 á 3 meistara, 5 á 5 meistara, duglegasta leikmann búðanna og besta leikmann búðanna.

Búðirnar verða frá 16:30 til 19:30
Verð: 9000 kr
10% systkinaafsláttur


Skráning fer fram hjá KKI með tölvupósti kki@kki.is eða í síma 514-4100


Aftur í sumar
Körfuboltabúðir 6. ágúst til 9. ágúst fyrir 8 til 11 ára og 12 til 18 ára
12. ágúst til 16.ágúst 6 til 10 ára

Ég tók þetta af kkdi.is
Allir sem að geta mætt mætið þetta verður frábært.