Yao Ming Eitt það ótrúlegasta sem hefur sést í körfubolta er Yao Ming.

Þessi 225 cm Kínverji sem kemur frá Shanghai og spilar með Shanghai Sharks er langlíklegastur til að verða valinn fyrstur í nýliðavalinu sem fer fram eftir tæpan einn mánuð.

Á þessu tímabili skoraði hann 32.4 stig og tók 19 fráköst að meðaltali í leik og í úrslitakeppninni 38.9 stig og 20.2 fráköst, samt eru kínversku leikirnir aðeins tveir 10 mínútu hálfleikar.

Þrátt fyrir að vera svona stór er hann líka mjög góður skotmaður, sterkur varnarmaður og góður troðari. Þó hafa menn verið að pæla hvort hann sé tilbúinn að spila í NBA og að hann þurfi að byggja upp styrk og snerpu. Eina vandamálið er hvort liðið hans í Kína muni leyfa honum að fara í NBA án þess að fá neitt borgað fyrir hann.

Houston Rockets geta því hlakkað til næsta tímabils, en þeir fengu fyrsta valrétt í nýliðavalinu. Mér hlakkar virkilega mikið að fá að sjá hann í NBA og sjá hvort hann er eins góður og sagt er, en kínverska deildin er náttúrulega svo slök að maður getur ekki borið árangur hans í henni saman við hvernig honum gangi í NBA, en ég hugsa að hann muni verða fljótt einn af þeim bestu.