Boston í undanúrslit Boston Celtics unnu Detroit Pistons 90-81 og eru því komnir í úrslit Austurstrandarinnar, eftir að hafa sigrað í einvíginu 4-1. Boston enduðu í 3. sæti í deildarkeppninni en hafa staðið sig mjög vel í úrslitakeppninni og er þetta í fyrsta skipti í 14 ár eða síðan 1988 sem Boston fer í undanúrslitin, en þeir unnu síðast meistaratitil tímabilið 1985-86.
Boston áttu ekki í miklum erfiðleikum með Detroit, og notuðu bæði liðin aðeins 3 varamenn í leiknum, (reyndar spilaði einn af þeim bara eina mínútu þannig að í raun voru bara 2 varamenn notaðir hjá Boston). Boston leiddu mest allan leikinn, og náðu Detroit aldrei meira en eins stigs forskoti. Reyndar var Detriot yfir eftir fyrri hálfleik, 45-44. Bæði Paul Pierce og Antonie Walker lenntu í villuvandræðum í byrjun á fjórða leikhluta, voru báðir með 5 villur og voru teknir útaf og komu ekki fyrr en rúmar fjórar mínútur voru eftir af leiknum, en þá voru Boston yfir 77-73. Pierce skoraði þá 7 stig fyrir Boston og breytti stöðunni í 84-75. Þá fékk Walker sjöttu villuna sína þegar 2 mínútur voru til leiksloka, en eftirleikurinn var léttur fyrir Boston sem unnu 90-81.
Pierce skoraði 18 stig, Kenny Anderson 17, Walker 16 stig og 13 fráköst og varamaðurinn Rodney Rogers var með 14 stig.
Hjá Detroit var Chucky Atkins með 22 stig og Corliss Williamson með 17 stig.

Boston mætir annað hvort New Jersey Nets eða Charlotte Hornets í úrslitum Austurstrandarinnar, en staðan í því einvígi er 3-1 fyrir Nets.