Lakers 3-1 yfir L.A. Lakers unnu fjórða leikinn á móti San Antonio Spurs 87-85. Það var Kobe Bryant sem skoraði sigurkörfuna þegar 5,1 sek. voru eftir. Shaq tók frákast eftir misheppnað þriggja stigskot frá Robert Horry og gaf hann á Kobe, sem missti boltann, en Derek Fisher náði honum og skaut en hitti ekki og Kobe náði frákastinu og skoraði. Spurs náðu ekki að jafna metin og Lakers unnu því leikinn og eiga möguleika að slá Spurs út á þriðjudaginn á heimavelli sínum í Los Angeles. Kobe skoraði 28 stig og Shaq 22. Hjá Spurs var Duncan með 30 stig.