Boston vinnur fjórða leikinn Boston Celtics unnu Detroit Pistons 90-79, og eru því komnir 3-1 yfir í einvíginu. Þetta var leikur þeirra Antonie Walker og Paul Pierce en samtals skoruðu þeir 55 stig. Pistons náðu aldrei yfirhöndinni í leiknum og komust aldrei meira en 2 stigum yfir. Walker skoraði 22 af 30 stigum sínum í fyrri hálfleik, en Pierce skoraði 23 af 25 stigum sínum í seinni hálfleik. Boston getur með sigri í næsta leik, slegið út Pistons og komist í úrslit Austurdeildarinnar í fyrsta skipti í 14 ár. Clifford Robinson skoraði 24 stig fyrir Pistons.