Sacramento vinnur Dallas í framlengingu Sacramento og Dallas kepptu í gær (11 maí), og sigraði Sacramento 115-113 í æsispennandi leik eftir framlengingu. Hetja Sacramento var Mike Bibby sem skoraði úr layuppi þegar 12 sek. voru eftir framhjá Dirk Nowitzki.
Bestu leikmenn Sacramento voru Chris Webber með 30 stig og 10 fráköst, Bobby Jackson sem spilaði í staðinn fyrir Peja Stojakovic sem er meiddur, skoraði 26 stig og Bibby með 24 stig + að tryggja þeim sigur.
Hjá Dallas var Dirk Nowitzki og Steve Nash bestir en Nowitski var með 31 stig og 11 fráköst, þrátt fyrir að vera eðeins með 32% nýtingu, og Nash með 24 stig og 6 stoðsendingar.